Monday, November 1, 2010

1. nóvember

Dagurinn byrjaði með slabbi í efri byggðum sem svo breyttist í bleytu neðar. Það slapp sumsé við alvarlega hálku enda fórst fyrir að skipta yfir á naglana. Það kom ekki að sök. Nóvember leggst hins vegar oft betur í mig en október, held það sé bara nafnið sem er einhvern veginn jákvæðara í mínum huga. Svo er reyndar mikið um afmæli í fjölskyldunni í nóvember, það kannski gerir mánuðinn skemmtilegri.

No comments:

Post a Comment