Thursday, November 11, 2010

11. nóvember

Nóvembermorgnarnir eru svartir. Götulýsing er því mjög æskileg með stígunum, svo maður sjái helstu fyrirstöður, sem þar geta verið. Mér sýnist hins vegar að Orkuveitan sé að spara hér eins og víðar. A.m.k. hefur verið slökkt ansi lengi á tveimur ljósastaurum í Elliðaárdal. Mig grunar reyndar að lýsingargleðin hafi verið mikil á tímabili og kannski óþarflega stutt milli staura en það afsakar ekki að hafa sprungna peru í staurum á vondum stað mánuðum saman.

No comments:

Post a Comment