Wednesday, December 2, 2015

Nóvember

Það var vetur í nóvember. Oft á tíðum frost og kalt. Snjóaði ekki mikið en dálítið í blálokin. Gamli Giant hefur fengið að takast á við svellin og snjóinn og virkað bara vel, enda búið að endurnýja allt nema stellið og "bottom bracket".
Ég hjólaði eina 15 daga og sleppti 6. Það kemur mælinum í 2760 km, sem er sennilega of lág tala því ég hef hjólað vestur í háskóla nokkra morgna í haust. En það eru smáatriði. Nú er bara spurningin hvernig gengur að ná inn þessum 240 km til að komast í 3000 km þennan mánuð.

Tuesday, November 3, 2015

Október

Ekki var nú mikið að gerast í október. Frost nokkra morgna, annars frekar blautt. Sjálfur varði ég helmingnum af mánuðinum erlendis og hjólaði ekki nema 6 daga af 22. Þá eru komnir 2460 km á mælinn þetta árið. Ekki er það nú beysið. Setti nagladekkin á gamla hjólið um helgina (1. nóv). Spurning hvenær maður fer fyrstu ferðina á því þannig.

Friday, October 23, 2015

September

September var góður hjólamánuður, frekar mildur, ekki mikill vindur og ekki tíðar rigningar. Hjólaðir 17 dagar, alls 340 km og því kominn í 2340 km.

Friday, September 18, 2015

Júlí og Ágúst

Ekki var ástundun nú beisin í júlí enda sumarfrísmánuður. En þann mánuð var hjólað til og frá vinnu 5 daga, sem gera 100 km. Í ágúst hins vegar var 100% ástundun og hjólað 20 virka daga af 20 mögulegum. Það voru því um 400 km. Þá er kílómetratalan komin í um 2000 km eftir 8 mánuði.

Monday, July 20, 2015

Júní

Alls 17 dagar í júní hjólað af 21. Það er ágætt enda fínar aðstæður í alla staði. Það eru þá um 340 km. 1490 alls. Árið hálfnað.

Monday, June 1, 2015

1. júní

Maí var hagstæður til hjólreiða að mestu. Fremur kaldur en oftast þurr. Hjólaði eina 17 daga. Þetta voru einhverjir 350 km. Skrópaði 1 dag. Það er nú í lagi. Þá eru þetta komnir einhverjir 1150 km á árinu til og frá vinnu.
Búinn að hjóla vel yfir 1600 km á Secteur hjólinu. Það kemur bara vel út, á þó eftir að prófa mjórri dekk.

Thursday, April 30, 2015

30. apríl

Ja mars var nú bara þannig að þá hjólaði ég fjóra daga eða 80 km og var því ekkert að færa það inn. Enda var mars með eindæmum leiðinlegur hjólamánuður flesta daga.
Hins vegar var apríl alveg þokkalegur þó kaldur væri. Þá hjólaði ég 16 daga eða 320 km. Það eru þá sléttir 800 km á árinu, fyrstu fjóra mánuðina. Sennilega er þetta lakasta frammistaða mín síðan árið 2008. En, veturinn er búinn að vera með þeim leiðinlegr, það verður bara að segjast eins og er.

Monday, March 2, 2015

2. mars 2015

Aftur frekar slakur mánuður þessi febrúar. Reyndar einn sá leiðinlegasti veðurfarlega séð í mínu minni. En þetta voru 220 km og 11 hjólaðir af 20. Þetta þarf nú að laga. Við erum sem sagt búin að hjóla 460 km á þessu ári hjólið og ég.

Tuesday, February 3, 2015

1. febrúar 2015

Janúarmánuður að baki. Ansi hreint misgóður til hjólreiða, snjór, vindur og frost, algengir veðurfarsþættir. Ég hjólaði einhverja 240 km í mánuðinum. Sleppti úr nokkrum dögum, eða alls 8 af 20. Það er 60% ástundun. Reynum að hífa það upp.