Thursday, June 27, 2013

Hjólað í maí og júní

Samkvæmt dagatalinu mínu hjólaði ég 19 daga í maí, sem gera um það bil 380 km. Í júní eru þetta 11 dagar og því um 220 km. Þannig hef ég hjólað 600 km samtals í þessum tveimur mánuðum. Þá eru þetta orðnir tæplega 1.800 km til og frá vinnu á árinu þegar það er hálfnað. Nú tekur við dauður mánuður en markmiðið má vel setja á 3.500 km.