Thursday, June 30, 2011

30. júní

Bloggið er nú eiginlega búið að vera hjá mér. Ég er hins vegar búinn að vera nokkuð duglegur að hjóla í júní þetta vorið, enda kominn í fulla vinnu, búinn með allt fæðingarorlof. Það er búið að vera ótrúlega kalt loft í mánuðinum, þrátt fyrir fallegt veður og sól. En hjólaumferðin er líka búin að vera talsverð og umferðarreglur skipta sífellt meira máli á stígunum. Það er afar mismunandi hvað fólk tekur umferðarreglur alvarlega við þessar aðstæður. Staðsetning á stígnum, hægri regla, hjólandi vs. gangandi, o.s.frv. Stundum verður hálfgert kaos. Annars er þetta besti ferðamátinn 9-10 mánuði á ári.