Monday, September 19, 2011

19. september

Nú er búið að malbika við Sprengisand, þennan fína stíg með ljósastaurum. Þarna fór saman eini malarkaflinn a.m.k. á minni leið og auk þess óupplýstur. En úr þessu er sumsé verið að bæta.

Thursday, September 8, 2011

8. september

Haustkuldinn, versti óvinur hjólreiðamannsins, er kominn. Fjórar gráður í morgun og Norðan 8. Það fer ekki vel saman.
Nú stendur fyrir dyrum mikil hjólaráðstefna í tilefni af samgönguviku á vegum LHM og Hjólafærni á Íslandi. Hjólað til framtíðar. Gott framtak. Flott að fá erlenda fyrirlesara í hina íslensku umræðu. Ég get svosem gagnrýnt hvað dagskráin er þétt og mörg erindi en það þarf að koma miklu að. Auk þess er hún allan daginn, sem dregur úr líkum á að fólk sjái sér fært að mæta. Alltaf jákvæður.
En það er gaman að finna hversu margir láta allt tal um slæmar aðstæður til hjólaiðkunar eins og vind um eyru þjóta og hjóla bara eins og ekkert sé sjálfsagðara.