Wednesday, September 26, 2012

20. ágúst 2012

Vegna þrálátra veikinda framdekksins sem lýsti sér í loftleysi ákvað ég að segja skilið við téð dekk og fékk mér mjórra og mynstraðra dekk í Útilíf. Það kostaði nú ekki nema um 8000 kr.

21. september - Hjólað til framtíðar

Ég tók þátt í skemmtilegri ráðstefnu föstudaginn 21. september, Hjólað til framtíðar. Hér er tengill inn á dagskrána og glærur fyrirlesara.
Sjálfur var ég með erindi sem bar heitið: Hjólað til og frá vinnu: Vísindaleg reynslusaga með ögn af tilfinningasemi. Glærurnar eru hér

Monday, September 3, 2012

3. september 2012

Talsvert rok í morgun en Veðurstofan segir samt ekki nema 6 m/s kl. 8 í morgun. 13 m/s í hviðum. En í þessari vindátt, suðaustan, er létt fyrir mig að hjóla til vinnu. Þetta er svona hauststemning.