Friday, November 5, 2010

5. nóvember

Fallegt veður í morgun, logn og frost, sem er oft dálítið kalt á nefið. Seinnipartinn í gær var búið að skafa flesta stíga, misvel þó. Ég verð að hrósa þeim sem skóf stíginn með Stekkjarbakka og í Elliðaárdal, þar hefur hann eða hún náð að mynda slétt yfirborð sem mjög auðvelt er að hjóla. Það er því miður ekki hægt að segja um aðra stíga þar sem skilið er eftir hart og óslétt lag á stígnum. Það er sem sagt ekki nóg að skafa heldur þarf að gera það vel.

2 comments:

  1. Sæll Björn
    Gaman að fá comment frá þér á bloggið mitt.

    Ég hef mjög gaman að því að lesa bloggið þitt og bera það saman við mína eigin reynslu af hjóli þann daginn.

    ReplyDelete