Friday, August 24, 2012

24. ágúst 2012

Svona til gamans þá prófaði ég að taka betur á með klitspedulunum á leiðinni í vinnuna og það er ljóst að þeir gefa mikla möguleika. Með því að toga pedalana líka upp heldur maður miklu betur ferð, sérstaklega uppímóti. Samkvæmt hraðamælinum mínum hélt ég 27,8 km/klst hraða á leiðinni hérna niðureftir og þá munar miklu að geta haldið hraða upp brekkur á leiðinni. Ég þarf síðan að prófa þetta betur á heimleiðinni.

Ég verð bara að blogga um frétt á heimasíðu Kópavogsbæjar frá 20.8. sl. um að gera eigi endurbætur á hjólastíg frá Borgarholtsbraut niður í Kópavogsdalinn. Þarna er ein mest hjólaða leiðin á höfuðborgarsvæðinu, lykilleið fyrir þá sem hjóla milli Reykjavíkur og Garðarbæjar eða Hafnarfjarðar. En þessi leið er afar óhentug sem hjólaleið vegna mikillar hækkunar, sennilega um 40 m hækkun. Bílar aka um Gjánna, sem liggur talsvert lægra. Af hverju er ekki gerð hjólaleið í gegnum Gjánna?