Friday, November 26, 2010

26. nóvember

Miðað við að ég klári nóvember með sóma þá verður þetta sennilega besti ástundunarmánuðurinn á árinu. Það eru þegar komnir 19 hjóladagar í nóvember og janúar. Og á mánudag, að því gefnu að ég hjóli þá, þá næ ég 3000 km á mælinn til og frá vinnu þetta árið. Það verður að segjast eins og er að það hvetur mann áfram að halda svona dagbók um þetta hjólastand. En það verður líka að hafa í huga að þetta er náttúrulega hámarks nörd hegðun.

1 comment:

  1. Já nú skil ég. Það er svo skrýtið þessi innri metnaður sem vex eftir því sem maður hjólar meira. Nú skil ég vel þetta sem þú ert að gera að safna saman öllum kílómetrunum. Þetta ætla ég að herma eftir þér.

    ReplyDelete