Wednesday, November 3, 2010

3. nóvember

Ansi kalt í morgun. Áfram norðan mótvindur og frost. Þá er best að vera vindheldur og gott að setja buff utanyfir lambhúshettuna á viðkvæmum stöðum. Við þessar aðstæður set ég buffið yfir eyru og vit. Það er pínulítið gat á öðrum vettlingnum og það er mjög áberandi kaldasti staðurinn á hendinni eftir hjólatúrinn. Vindþéttar buxur eru ráðlegar þegar er svona kalt. Annars verða liðamót stirð og nárinn ískaldur. Sem sagt klæða sig eftir aðstæðum.

No comments:

Post a Comment