Wednesday, March 27, 2013

27. mars

Þessi marsmánuður er ekki hinn mikli hjólamánuður. Óhagstæður í nokkra daga vegna snjóalaga og óveðurs, sem gerist nú sjaldan hér. Svo ráðstefnur úti á landi. Þannig að í heildina voru þetta ekki nema einhverjir 9 dagar í mánuðinum. Það er nú afar slappt. Þetta gerir sennilega u.þ.b. 180 km, sem er óásættanlegt ætli maður sér að ná 3000 km á árinu til og frá vinnu.
En allar aðstæður eru orðnar hagstæðar, fyrir utan svona smávegis vegavinnu með Laugavegi, sem er satt að segja orðin nokkuð langdregið dæmi.

Monday, March 25, 2013

25. mars

Nagladekkin fóru undan í gær, alltaf sama frelsunin að losna við þau. Bæði minnkar hljóð og viðnám. Hraðinn verður því heldur meiri sem og almenn ánægja.

Monday, March 4, 2013

4. mars

Ég hjólaði 18 daga til og frá vinnu í febrúar. Það gerir um 325 km. Nú er ég hins vegar búinn að skipta um vinnu og hjóla heldur lengra, alveg niður í Skuggasund. Hef ekki enn skilgreint bestu leiðina en sennilega er það Skúlagatan. Allavega bætast væntanlega við um 2 km á dag.