Friday, February 28, 2014

28. febrúar

Dagarnir þennan mánuðinn voru 15 sem hjólað var til og frá vinnu. Það gerir 15/20 eða 75% og er akkúrat markmiðið sem ég setti. Af þessu voru tveir dagar sem hjólið var í viðgerð. En alls eru þetta 300 km sem er þá 580 km á árinu.
Gott að halda því til haga að 14. febrúar byrjaði ég að hjóla með nýjan krans að aftan, ný tannhjól að framan, nýja keðju og nýjan framgaffal. Gott að fylgjast með hvað keðjan endist.
En vorið er greinilega á leiðinni, klakinn minnkar dag frá degi og sandurinn kemur sífellt betur í ljós.