Thursday, May 2, 2013

Hjólað í apríl

Samkvæmt lauslegri úttekt á ástundun í apríl þá hef ég hjólað 19 daga af 20 vinnudögum. Það eru um 380 km sem er bara ágætt held ég. Þetta gerir alls 1175 km á þessu ári. En eins skrítið og það er þá fer hjóluðum dögum í hverjum mánuði að fækka héðan í frá. Það gera allskonar frí.