Tuesday, November 3, 2015

Október

Ekki var nú mikið að gerast í október. Frost nokkra morgna, annars frekar blautt. Sjálfur varði ég helmingnum af mánuðinum erlendis og hjólaði ekki nema 6 daga af 22. Þá eru komnir 2460 km á mælinn þetta árið. Ekki er það nú beysið. Setti nagladekkin á gamla hjólið um helgina (1. nóv). Spurning hvenær maður fer fyrstu ferðina á því þannig.