Wednesday, December 2, 2015

Nóvember

Það var vetur í nóvember. Oft á tíðum frost og kalt. Snjóaði ekki mikið en dálítið í blálokin. Gamli Giant hefur fengið að takast á við svellin og snjóinn og virkað bara vel, enda búið að endurnýja allt nema stellið og "bottom bracket".
Ég hjólaði eina 15 daga og sleppti 6. Það kemur mælinum í 2760 km, sem er sennilega of lág tala því ég hef hjólað vestur í háskóla nokkra morgna í haust. En það eru smáatriði. Nú er bara spurningin hvernig gengur að ná inn þessum 240 km til að komast í 3000 km þennan mánuð.