Monday, September 1, 2014

Ágúst 2014

Ágústmánuður var fínn hjólamánuður. Hægur vindur (að langmestu leyti) og milt. Tveir morgnar held ég sem hitinn var innan við 10°C. Ég hjólaði 14 daga þennan mánuðinn sem samsvarar u.þ.b. 280 km. Fór reyndar nokkrum sinnum lengri leiðina í og úr vinnu. Þá er a.m.k. 2000 km markið komið í höfn og 150 km betur.