Monday, April 18, 2011

18. apríl

Þetta er búið að vera stopult hjólaár. Nú upp á síðkastið hef ég reyndar mætt í vinnu 2-3 daga í viku. Ég er búinn að fá minn skammt af sprungnum dekkjum eftir að ég skipti yfir á sumardekkin. Sprakk tvo daga í röð á leið til vinnu, sem er vægast sagt pirrandi. Og þrátt fyrir almennt umburðarlyndi mitt gagnvart veðri þá hefur það verið frekar leiðinlegt undanfarnar vikur. En ég held að alvöru vorið sé á næsta leiti.