Thursday, August 11, 2011

11. ágúst 2011

Það hefur orðið gríðarleg fjölgun hjólreiðamanna síðasta árið. Þetta má væntanlega að miklu leyti rekja til hækkana á eldsneyti. Þessi fjölgun þrýstir væntanlega eitthvað á samgönguyfirvöld, bæjarfélög og ríki, að bæta aðstöðu hjólreiðafólks. Bætt aðstaða snýst í meginatriðum um tvennt, að auka öryggi og greiðfærni á hjólaleiðum. Öryggi snýr þá að öllum vegfarendum, ekki síst gangandi fólki sem er í talsverðri hættu vegna hjólandi fólks, en einnig að hjólandi fólki gagnvart bílum. Greiðfærni snýst ekki síst um forgang hjólandi umferðar gagnvart bílaumferð, vali á leiðum (stofnleiðir og tengileiðir), hönnun hjólavega og þjónustu á þeim. Nú er best að tala bara um hjólavegi en ekki hjólastíga.
Einnig þarf að taka afstöðu til nýrra farartækja í umferðinni s.s. rafmangsvespa og rafmagnsreiðhjóla sem í einhverjum bjóða upp á meiri hraða en hefðbundin reiðhjól.
Nú styttist í haustið og þá dregur aftur úr umferð hjólandi en á næsta ári dregur vonandi til tíðinda því lítið hefur gerst í ár annað en að þrýstingur á kerfið eykst.