Thursday, January 31, 2013

31. janúar

Nú er janúar á enda runninn, óhemju hratt að mínu mati. Ég hjólaði til og frá vinnu 16 daga í mánuðinum, fjórir vinnudagar fóru í veikindi hjá börnunum og einn daginn kom ég á bíl! Árið byrjar þokkalega að þessu leyti og ég þá væntanlega búinn að hjóla um 290 km á árinu.
Færðin hefur verið alveg þokkalega það sem af er ári. Oft reyndar hált og vindur en að mestu laust við snjó.

Thursday, January 3, 2013

3. janúar 2013

Staða hraðamælis um áramót er 8430 km. Síðustu áramót var mælirinn í 5750 km. Það þýðir að ég hef hjólað um 2700 km á síðasta ári. Það er ekki alveg 3000 km markmiðið sem ég setti en svona allt í allt eru þetta um 300 ferðir eða um 150 dagar. Það er kannski viðunandi ástundun?