Tuesday, July 1, 2014

1. júlí og stefnir í sumarfrí

Hjólaði 10 daga í júní. Týpískt að maður hjóli minna bestu mánuði ársins en þá er líka meira um aðra hjólatúra. Þetta er þá komið í 1730 km á þessu ári, til og frá vinnu. Secteurinn að virka vel og meðalhraðinn eitthvað hærri en á Giant gamla. Gleðin líka meiri.
Júlí verður væntanlega rólegur og lítið verið í vinnunni.