Wednesday, April 9, 2014

7. apríl

Það var sprungið á hjólinu þegar ég ætlaði heim og afturdekkið ónýtt eftir fimm vetra notkun. Þetta leysti togstreituna, hvort ætti nú að taka nagladekkin undan. Nú eru þau sumsé farin undan og hvílíkur léttir. Maður tekst svo bara á við þessa frostmorgna sem gætu verið framundan af yfirvegun.

Thursday, April 3, 2014

3. apríl

Marsmánuður var dálítið brokkgengur. Síðasta vikan fór í ferðalög þannig að þá var lítið hjólað. En þetta voru 15 dagar eins og í febrúar eða 300 km. Það eru þá 880 km á árinu so far. Ástundunin, eða þannig, er því 71% í mars.
Nú er hins vegar svo komið að snjór og klaki eru á brott í bili. Naglar því heldur til óþurftar en gagns. Til upprifjunar þá tók ég naglana undan 23. mars í fyrra. Hér með er því tekin sú ákvörðun, nema spáin verði eitthvað sérlega óhagstæð í kvöld, að taka bara nagladekkin undan.