Tuesday, November 29, 2011

29. nóvember

Nú er snjór og hálka á öllum stígum. Yfirleitt hefur tekist nokkuð vel að moka og stígarnir ekki mjög ósléttir. Frostið á það til að bíta í andlitið. Þetta er í sjálfu sér bara hressandi þegar maður er ekki nema um 30 mín á ferðinni í einu. Aðalatriðið er að klæðast vindheldu, þannig dregur maður augljóslega úr vindkælingu. Lambhúshetta og buff fyrir nefinu er ágætis skjól fyrir andlit og höfuð.

Wednesday, November 23, 2011

23. nóvember

Merkilegur morgun í morgun. Ég setti nagladekkin undir í fyrradag. Ekki var hálkunni fyrir að fara í morgun, smá slabb hér og þar en rokið var talsvert. Suðvestan sperringur sem náði sér hvað best upp í Borgartúninu í formi hviða á milli húsa. Svo var mikil rigning með. En ansi var þetta hressandi.