Wednesday, November 10, 2010

10. nóvember

Ætli það sé almennt þannig að nóvember líði mjög hratt. Það er strax kominn 10. nóvember og hann er nýbyrjaður. Í fyrra leið hann líka mjög hratt en þá var ég í fæðingarorlofi.
Ég ræddi við mann í gær sem sagði að hjólreiðamenn væru svolítið bilaðir. Ástæðan var að þeir voru margir ljóslausir og sæjust mjög illa í umferðinni. Og ætluðust síðan til þess að tekið væri tillit til þeirra. Það er nefnilega ekki hægt ef þeir sjást ekki. Því miður er talsvert til í þessu og oft mætir maður hjólreiðamönnum með lítið eða ekkert ljós. Þetta er síður en svo gáfulegt. Við ræddum líka hvort tryggingafélög gætu haft áhuga á að splæsa vestum á hjólreiðamenn. Ég efast um að þau hafi sérstakan áhuga á því enda yrði um talsverð fjárútlát að ræða af þeirra hálfu. En samfélagslegur kostnaður af slösuðum hjólreiðamanni er gríðarlegur, því það er mikil hætta á að hann slasist illa ef keyrt er á hann. Gul endurskinsvesti eru stórfínn fylgihlutur reiðhjóls. Persónulega get ég mælt með Craft vestunum sem eru mjög þunn og létt. Þau má nota allan ársins hring. Vestin í Erninum kosta um 2000 kall en þau eru held ég þykkari. Craft vestin eru til í Markinu og kosta talsvert meira.

No comments:

Post a Comment