Friday, December 27, 2013

Desember 2013

Ekki hefur hann nú verið mánuður stórræða þessi desembermánuður. Ég hef hjólað eina 7 daga til og frá vinnu. Ýmist sleppt því vegna veðurs eða einhverra snúninga. Þetta gerir um 3.100 km á árinu. Ég hélt að markmiðið hefði verið 3.500 km en það var víst ekki nema 3.000 þannig að því markmiði er náð. Held hins vegar að setja ætti markið hærra á næsta ári. Sjáum aðeins til með það.

Monday, December 2, 2013

Nóvember

Nóvember var þokkalegur hvað ástundun varðar. Hjólað 15 daga af 21. Það gerir þá um 300 km þennan mánuðinn. Þá er maður kominn í 2960 km á árinu. En veðrið hefur verið frekar leiðinlegt, talsverður vindur og miklar umhleypingar. Óvenju algengar vestanstæðar áttir.