Tuesday, November 9, 2010

9. nóvember

Fór yfir 3000 km markið á árinu í gær á þessum hraðamæli. Þá er allt meðtalið, líka utan vinnuferða. Ef maður vill þá getur maður reiknað það yfir í bensín eða olíu. Þetta eru um 300 lítrar miðað við minn bíl. Þeir kosta í dag um 60 þús kall. Svo hef ég sleppt því að kaupa kort í ræktinni. Það kostar víst eitthvað líka. En á móti hefur komið smáræðis viðhald. Það eru reyndar nokkrir þúsundkallar á þessu ári, skipti um keðju og afturkrans, tvisvar um bremsupúða, framskipti og eitt og annað smáræði.

No comments:

Post a Comment