Thursday, November 4, 2010

4. nóvember

Fyrsti snjórinn þetta haustið. Bara frekar þungt færi en ekki óbærilegt. Ekki búið að moka neitt á leiðinni þannig að bæjarfélögin Reykjavík og Kópavogur fá ekki prik í dag. Hins vegar kom mér á óvart hversu mikil hjólaumferð hefur verið í morgun. Á undan mér hafa farið á milli 30 og 40 hjól og vafalítið áttu nokkrir eftir að fara. Þetta á við um leiðina frá Sprengisandi, yfir Miklubraut og meðfram Suðurlandsbraut. Auðvelt að telja förin í snjónum. Það má hugsa þetta svona: Fólk hyggst hjóla í vetur í fyrsta skipti. Ok, einu sinni snjór er ekki svo slæmt, gef þessu séns. En svo er ekkert mokað og færið er afleitt. Æi, ég hætti þessu bara, tek frekar bílinn.
Þetta er nú held ég mjög oft aðferð mannsins við að taka ákvarðanir. Ábyrgð bæjarfélaganna er því mikil, sé ætlun þeirra að stuðla að meiri hjólreiðum eða minni bílaumferð.

No comments:

Post a Comment