Tuesday, October 29, 2013

29. október - nagladagur

Svona til að minna mig á þá setti ég eitt nagladekk undir í gærkvöldi, að framan. Í morgun var engin hálka en frost.Það vill svo skemmtilega til að í fyrra setti ég nagladekkin undir 28. október.

Wednesday, October 2, 2013

Hjólað í september

Markmiðin náðust ekki í september. Hjólað 14 daga til og frá vinnu, alls 280 km. Þarna spiluðu inní frí o.fl.
Engin hálka hefur enn komið í Reykjavík á mínum ferðum en nærri því oftar en einu sinni. Október getur verið ansi tvísýnn oft en ég stefni yfirleitt að því að fara ekki á nagla fyrr en í nóvember.