Friday, January 31, 2014

31. janúar 2014

Þetta árið er ég að spá í að taka saman eftir hvern mánuð hversu marga daga ég hjóla til og frá vinnu af virkum dögum. Og líka að halda nokkurn veginn utanum vegalengdir.
En sem sagt, janúar er 14/22, þ.e.a.s. ég hjólaði 14 daga af 22. Það er ekki nema 64%. Markmiðið á að vera a.m.k. 3/4 eða 75%. Þarna spila inn í veikindi barna, foreldraviðtöl og eitthvað svona smálegt. En það tínist til.
Í kílómetrum talið eru þetta 280 km. Miðað við að maður hjóli 11 mánuði á ári þá myndu það gera 3080 km á ári. Það er ekki ásættanlegt markmið af minni hálfu.
Ég verð samt að játa það að heimferðin í gær var ein sú erfiðasta hingað til á nokkurra ára ferli. Mikill og klesstur snjór, hvergi búið að moka og hált undir. Hjólið var orðið 25 kíló þegar heim var komið, bremsurnar óvirkar og gírskiptingin með takmarkaða virkni. En þetta hafðist.