Tuesday, November 23, 2010

23. nóvember

Logn er sjaldgæft á Íslandi, hvað þá í Reykjavík. Það var hins vegar logn í morgun og indælt veður í flesta staði. Dálítil hálka og tunglið glampaði í ísnum. Fjölbreytt umferð á leiðinni og það er reynslan að flestir haga sér eins og það séu ekki aðrir á ferð um stígana. Hvort sem fólk er hjólandi eða gangandi þá sikk sakkar það þvers og kruss um stíginn. Ætli maður að taka frammúr þarf verulega að gæta að sér og oft að fara út fyrir stíginn.
Framkvæmdir við stíg sem tengir Miklubrautarbrúna við Suðurlandsbraut eru enn í gangi og lítið gert til að greiða leið vegfarenda. Þvert á móti var stór malarhrúga á miðjum stíg, sem sést illa í myrkrinu. Vafalítið hefur einhver hjólað inn í hrúguna í morgun. Þarna eru engar ráðstafanir gerðar til að leiða fólk framhjá framkvæmdunum. Í gær var verið að hefla og aðeins fær leið utan stígsins, í beði eða út í gras. Mér finnst þetta frekar slappt.

No comments:

Post a Comment