Friday, October 29, 2010

29. október

Í dag er síðasti dagurinn sem ég hjóla til vinnu í október. Þetta er fallegur dagur og veður gott.
Ég man ekki alveg hvað ég var að hugsa á leiðinni en það er nú frekar algengt. Hins vegar brýt ég stundum um það heilann hvort ég sé í raun annars hugar þegar ég hjóla vegna eigin vangaveltna. Því oft kemur eitthvað upp í hugann þegar hjólað er, ekki síst ef maður hjólar oft sömu leið. En það er held ég ekki svo því ég spái mikið í smáatriði á leiðinni, hvort þessi pollur er frosinn þennan morguninn, hvort kanínurnar eru nú vaknaðar og hvort ég nái nú þessum ljósum eða ekki.
Talandi um vindhraða þá er athyglisvert að skoða vindhraðagögn fyrir árið hingað til sem sést á myndinni að neðan. Almenna trendið er að vindurinn er að meðaltali mestur í janúar og lægir fram á vorið. Í ár var meðalvindhraði minnstur í ágúst. Október kemur síðan betur út en september og þá er vindur seinnipartinn svipaðar og á morgnana. Mín tilfinning síðasta vetur var að það væri sífellt mótvindur á leiðinni heim. Málið er kannski að þá var líka meiri vindur.
Ef við skoðum mun á meðalhraða eftir því hvort mótvindur er eða ekki þá munar nokkru á hraðanum eftir því hvort mótvindur er eða ekki en hann er ótrúlega lítill eins og sést á myndinni að neðan (y ásinn er hraði í km/klst). Í ágúst var vindur mjög lítill og því meira komið undir dagsformi en öðru hver hraðinn er. Munurinn er mestur í febrúar og apríl.

No comments:

Post a Comment