Monday, November 22, 2010

22. nóvember

Ansi dimmt í morgun og allt hrímað en yndislegt veður. Ég hélt ég yrði keyrður niður í Skógarselinu en slapp. Þar eru vond gatnamót sem eru hættuleg á morgnana í þessum skilyrðum. Sýnileiki hjólreiðamanns í umferðinni er eitthvað sem ekki á að treysta á. Í myrkrinu nær maður ekki augnkontakt við bílstjóra og veit því ekki hvort hann hefur séð mann eða ekki. Það getur því komið fyrir að hann er stopp en leggur svo af stað á versta tíma. Þetta er eitthvað sem við hjólreiðamenn þurfum einfaldlega að vita og kunna að meta. Það er varla hægt að verða meira sýnilegur en ég er, með gott ljós og í áberandi endurskinsvesti. Götulýsingin er ekki verri þarna en gengur og gerist. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að gagnstéttarnar á þessu svæði séu fullt eins hættulegar þar sem þær þvera mjög oft götur.

No comments:

Post a Comment