Wednesday, November 17, 2010

17. nóvember

Manndrápshálka í morgun, allt malbik húðað með ísingu. Hefði ekki viljað reyna þetta án nagladekkja.
En ég hjólaði frá Hótel Sögu og heim í gær. Það er kominn nýr stígur austan Nauthólsvíkur, tvöfaldur hjólastígur. Þannig að það safnast í sarpinn. Tengingin yfir Hafnarfjarðarveg/Kringlumýrarbraut og inn í Fossvogsdal finnst mér alltaf klúðursleg. Ef maður kemur vestan frá, af fínum hjólastíg, þá er örmjó gangstétt meðfram götunni og ekki nóg með það heldur eru ljósastaurar á miðri gangstéttinni (hér er mynd af þessu horft í vestur). Aukinheldur er brekka upp og síðan strax aftur niður. Þarna þarf að breyta legu stígsins svo hæðarbreytingin sé tekin af. En þar er væntanlega við lóðareigendur að eiga.

No comments:

Post a Comment