Monday, November 8, 2010

8. nóvember

Það var orðið að mestu autt í morgun en þó svell hér og þar á leiðinni. Mitt fyrsta verk var að stoppa á N1 og bæta lofti í dekkin. Það var átakanlega erfitt að hjóla enda notaði ég litlu pumpuna til að dæla í nagladekkin. Mikið viðnám þegar of lítið er í dekkjunum. Nú er þetta allt annað líf. En ég klæddi mig heldur mikið, var þungur og sveittur en komst þó á leiðarenda.

No comments:

Post a Comment