Friday, October 31, 2014

31. október

Veturinn minnti á sig í október. Nagladekkin komin undir 19. október sem er óvenju snemmt. Reyndi svo sem ekki mikið á þau nema einn dag á þessum tveimur vikum. Ástundunin datt enda niður seinnipart mánaðarins. Alls hjólað 13 daga af 23 sem er óvenju lélegt. 56% er alls ekki gott. En þetta eru 260 km. og heildarvegalengdin því komin í 2730 km.

Wednesday, October 1, 2014

September

Eigum við ekki að segja að september hafi verið svona í blautari kantinum. Allavega þurfti ég oft á tíðum að vinda fötin mín þegar komið var í hús. Og síðasti hlutinn var líka með ríflegum skammti af vindi. Svo er aðeins að kólna en ekki enn komin frostnótt eða morgunn. 
Ég hjólaði 16 daga til og frá vinnu eða 320 km. Þá er maður kominn í 2.470 km. En annars sleppti ég því að hjóla þrjá daga, var aðra þrjá erlendis. 16 af 19 er 84% sem er alveg þokkalegt.