Monday, June 2, 2014

2. júní og nýtt hjól

Maímánuður var góður hjólamánuður. Veður milt og ekki mikill vindur. Virkilega gaman að hjóla á þessum árstíma með gróðurilm og flugur. Ég hjólaði 17 daga, sleppti þremur vegna einhverrar óreglu. Það er 85% ástundun. Alls hjólaði ég 350 km. Alls eru því komnir 1.530 km í körfuna til og frá vinnu þetta árið.

Svo má ekki gleyma því að ég keypti mér nýtt hjól, Specialized Secteur Sport Disc (sjá mynd). Assgoti bara fínt hjól og eykur gleðina, sem er nauðsynlegur fylgifiskur. Gamla hjólið hefur hlutverk sem utanvegarhjól, fjölskylduferðahjól og nagladekkjahjól þannig að það hefur hvergi nærri lokið sinni tilveru eftir 16 þús km notkun.