Tuesday, September 7, 2010

7. september

Ljósin komin á og haustvindurinn blæs. Það er sjálfsagt að setja upp öll öryggistæki núna, nema nagladekkin. Þau koma seinna.
Það kom fram í Fréttablaðinu í morgun að sala á allskyns dóti til hjólreiða, sérstaklega fylgihlutum ýmisskonar, hafi aukist um 30-40% á síðustu árum. Þetta eru t.d. töskur og bögglaberar. Fólk notar svoleiðis annaðhvort til hjólaferða eða samgönguhjólreiða.
Ég var að rýna hjólaleiðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í gær. Það vantar sárlega góðar tengingar á milli sveitarfélaganna, einkum með það fyrir augum að mynda góðar stofnbrautir. Það er ein slík samsíða Hafnarfjarðarvegi, sem þó mætti bæta talsvert á köflum. Það vantar hins vegar góða tengingu meðfram Reykjanesbrautinni, sem þræðir meðfram hæðunum í Kópavogi og Garðabæ en ekki uppá þær. Litlar hæðarbreytingar eru einn af lykilþáttum góðra hjólaleiða. Reyndar benti vinnufélagi minn mér á að það væri stígur meðfram Reykjanesbraut til móts við Mjóddina, Kópavogsmegin. Það vantar samt að greiða leiðina yfir Smiðjuveg. Sömuleiðis lenti hann í vandræðum með að komast áfram í gegnum Garðabæ, suður í Hafnarfjörð.

No comments:

Post a Comment