Thursday, September 23, 2010

23. september

Var næstum búinn að gleyma þessu í dag. Ekki þannig að það sé mikið að frétta. Nema systir mín á afmæli í dag og hefur ábyggilega hjólað í vinnuna.
Rak augun í stutta umfjöllun Láru Ómarsdóttur í kvöldfréttunum í gær um hina ýmsu bastarða í vegmerkingum hjólreiðamönnum til handa. Skemmst er frá því að segja að þeir fylgja oft engum reglum og gefa engan forgang. Hjólavísar eru meira sálfræðilegs eðlis en eitthvað annað. "Hjólabrautir" byrja og enda að því er virðist án samhengis við nokkuð.

No comments:

Post a Comment