Wednesday, September 29, 2010

29. september

Rok og rigning. Þessi blanda er mjög reykvísk. Temprað veðurfar gerir það síðan að verkum að það er sjaldnast kalt í roki og rigningu. Þess vegna getur þetta veður bara verið mjög skemmtilegt til útiveru. Helsti gallinn við að hjóla í svona veðri er annars vegar að hjóla á móti vindi, sem getur tekið svolítið á, og hins vegar að fá á sig hliðarvind sem getur feykt hjólreiðamanni um koll. Man eftir einu slíku veðri í fyrra. Í morgun snerist þetta svolítið um að fjúka ekki fyrir bíla. Bæði þarf meira til að stoppa þegar vindurinn feykir manni áfram og bílstjórar sjá mann síður vegna lakara skyggnis. En það var lítil hjólaumferð þegar ég var á ferðinni í morgun, mætti einum jaxli sem ég mæti nánast á hverjum morgni. Hann var í mótvindi.

No comments:

Post a Comment