Tuesday, August 31, 2010

31. ágúst

Rigning og huggulegheit að hjóla.
Nú hef ég komist á þá eindregnu skoðun að það á almennt að gera ráð fyrir hjólreiðafólki á götum í þéttbýli. Sumar götur eru það hraðar að það gengur e.t.v. varla en ef sett er hjólarein með aðal stofnbrautum þá getur það vel gengið þó hámarkshraði sé yfir 50 km/klst. Það er einfaldlega stórhættulegt að hjóla á gangstéttum og oft á tíðum á gangstígum, nema þar sé afmörkuð braut fyrir reiðhjól. Gangstéttar eru einkum hættulegar þegar þvera þarf götur, oft blindhorn og engin leið að sjá bíla fyrir. Samgönguhjólreiðar verða að byggja á því að hægt sé að hjóla tiltölulega hratt á milli staða, 20-40 km hraði. Það gengur ekki á gangstéttum.

No comments:

Post a Comment