Friday, September 17, 2010

17. september

Á þessum tíma verður maður að endurskoða hjólaklæðnaðinn. Eitt til tvö buff eða lambhúshetta fer að verða nauðsynleg, a.m.k. á morgnana. Vettlingar, helst vindheldir og mjúkir. Svo er gott að vera í ullarbol næst sér og einhverju léttu og vindheldu utanyfir. Svo eru s.k. windstopper jakkar ágætir að hjóla í en þá má ekki vera í þykku innanundir þeim. Buxurnar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Ég keypti mér fljótlega hjólabuxur, bæði stuttar og síðar. Þegar haustar er ég í hvorutveggja. Þegar síðan kólnar meira þá er nóg að fara í vindheldar buxur utanyfir og þá er maður seif.
Val á skóm eru ekki mikil vísindi en það eru kannski frekar sokkarnir sem þarf að huga að. Það er hins vegar erfitt að komast hjá því að vera kalt á tánum þegar hiti er kominn niður undir frostmark.

Bara svo það sé bókað þá skipti ég um keðju og afturkrans á hjólinu. Það má áætla að það sé eftir vel rúmlega hjólaða 5000 km. Ég hef ekki hugmynd um hvað er eðlileg ending í þessu. En svona varahlutir kosta um 12 þús.

No comments:

Post a Comment