Friday, September 10, 2010

10. september

Ég braut afturskiptinn á hjólinu á heimleið í gær. Teymdi það í Markið og skildi eftir. Tók strætó í gær og í morgun.
En nú er það hjólakortið. Ég er að pæla í að flokka hjólaleiðir eða kafla eftir "gæðum". Gæðinn eru afstæð því það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. En þrír einfaldir flokkar segja þónokkra sögu. Grænar leiðir eru greiðir stígar, tiltölulega öruggir. Bláar leiðir eru ekki eins greiðir stígar, t.d. fleiri þveranir, blindbeygjur og slíkt, eitthvað af götum og eitthvað af gangstéttum (sem eru oft stórhættulegar), ekki eins öruggt. Rauðar leiðir eru svo þar sem engar hjólaleiðir eru skilgreindar, bara gangstétt og/eða gata, óöruggt.
Ég er kominn með nokkrar leiðir þarna inn og setti líka ljósmyndir sem ég hef tekið. Þetta er hægt að skoða hér.

No comments:

Post a Comment