Thursday, September 16, 2010

16. september

Það slitnaði keðjan á hjólinu mínu en ég fékk lánað hjól í vinnunni. Fjallahjól með breiðum dekkjum og dempara að framan sem ekki er hægt að læsa. Það var talsvert þyngra að hjóla á því en mínu hjóli. En ágætis átök.
Það er talsvert um glerbrot á stígunum og að sópa stígana er ekki eitthvað sem gert er mjög reglulega nema að vori til þegar sandinum er sópað burt eftir veturinn. Úr þessu mætti vel bæta.

No comments:

Post a Comment