Thursday, September 30, 2010

30. september

Svona til að skrásetja það þá spáði nú ekki vel seinnipartinn í gær en það var ekki svo slæmt, þrátt fyrir 8 m/s mótvind. Var reyndar aðeins að flýta mér og það hefur áhrif. Ég virðist sumsé komast hraðar ef ég flýti mér þó ég hjóli sennilega frekar hratt almennt.
En það var líka nokkur meðvindur í morgun, þó ekki nema 6 m/s. Og fleiri á ferðinni á hjóli en í gær.
Það er mikið af pollum og því verður maður rækilega blautur í lappirnar ef skórnir eru ekki vatnsheldir. Þá er gott að vera í góðum sokkum. Ég fann nefnilega Icebreaker sokkana mína og verð því í góðum málum næstu mánuðina.

No comments:

Post a Comment