Monday, September 20, 2010

20. september

Kaldasti morguninn hingað til. Samt um 4 stiga hiti skv Veðurstofunni. Það er þó eitthvað mismunandi eftir aðstæðum.T.d. örugglega lægri hiti í Elliðaárdal, þar sem frostið á heima.
Nú er fólkið með hetturnar komið á kreik og tínir sveppi í gríð og erg í Elliðaárdalnum. Vonandi kemst það í góða vímu af þessu. En þetta er árlegur viðburður á þessum árstíma að hjóla frammá fólk í hettupeysu, sem rýnir ofaní grassvörðinn.

No comments:

Post a Comment