Wednesday, September 22, 2010

22. september

Hæð yfir landinu og í fyrsta skipti síðan mínar skráningar hófust segir Veðurstofan logn. Enda frábær haustmorgun, bjartur og kaldur. Ég ákvað að setja upp lambúshettuna og fara í windstopperinn og vettlinga. Finn samt hvergi Icestorm sokkana mína sem ég notaði í allan fyrravetur. Þannig að ég er bara í einhverjum lélegum bómullarsokkum. Þarf að bæta þar úr.

1 comment:

  1. Hétu ekki sokkarnir Icebreaker? Tók líka eftir því í morgun að búið var að sópa göngustíg rétt við brúna yfir Suðurlandsveginn. Þar eru búin að vera glerbrot lengi og því gott mál að þetta var gert. Annars eru glerbrot mjög víða og ekki vanþörf á að sópa oftar. Var eiginlega bara að bíða eftir snjó til að hylja þetta áður en springi hjá mér. Reyndar sprakk hjá mér á mánudaginn, en það var ekki af völdum glerbrots heldur hafði pínulítil járnflís stungist í dekkið.

    ReplyDelete