Thursday, September 9, 2010

9. september

Þrátt fyrir að veðrið sé mjög gott, milt og þægilegt þá sýnist mér að haustvindarnir séu að grípa inn í annars vindlítið sumar. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd sem sýnir meðalvindhraða á mínum ferðum það sem af er árinu. Reyndar eru ekki margir dagar á bakvið tölfræðina fyrir september. En ég held þetta gefi almennt vísbendingar um þróunina fyrir árið. Það er líka athyglisvert að hér er yfirleitt meiri vindur seinnipart dags, nema reyndar í júlí. Vindurinn er sennilega sá umhverfisþáttur sem hefur hvað mest áhrif á hjólandi fólk og því gott að þekkja til helstu einkenna vindsins á sínum heimaslóðum. T.d. eru ríkjandi vindáttir mikilvæg stærð í hönnun hjólaleiða og hugsanlega hönnun skjóls í tengslum við það. Þar kemur trjágróður sterkur inn.

No comments:

Post a Comment