Wednesday, September 8, 2010

8. september

Í gær hjólaði ég leiðina meðfram Reykjanesbraut í Smiðjuhverfinu í Kópavogi. Þar er nýr stígur sem tengist undirgöngum undir Breiðholtsbraut (sjá hér).
Þetta er ágætt skref en það vantar að gera þverun Smiðjuvegar aðgengilega. Þar eru mjög háir kantsteinar og talsverð umferð. Úr því þarf að bæta.
Haustið byrjar hins vegar mjög vel hvað veður snertir, hlýtt og lítill vindur.

No comments:

Post a Comment