Tuesday, September 1, 2009

1. september

Upphafið á þessu hausti lofar góðu. Logn og nettur svali. Í morgun var ákveðið að hjóla nokkurn veginn án svita og gekk það að mestu eftir. Ástæðan er að ég ætla í fótbolta með Badda í hádeginu og nenni ekki í sturtu þrisvar í dag.
Ef ég er á ferðinni alveg um kl. 8 þá er alveg ótrúlegur fjöldi hjólreiðamanna á ferðinni. Við erum að tala um byltingu frá því í fyrra.
En ég er að brjóta með mér að kaupa bögglabera og töskur fyrir veturinn. Þannig er hægt að vera með hæfilegt magn skjólfatnaðar og íþróttaföt ef þannig stendur á. Spurning reyndar um fjárveitingu á heimilinu, þetta er fokdýr pakki.

No comments:

Post a Comment