Wednesday, September 9, 2009

9. september

Veður: Norðan svali í morgun, hægur vindur, afar hagstæð skilyrði.
Umferð: Vægast sagt lítil, enda fór ég af stað um kl. 7 í morgun og setti nýja viðmiðun. 18:10 er nýr tími til að miða við á ferðinni niðureftir. Það er talsverð bæting og óvíst að það náist að bæta það í bráð. Allar aðstæður mjög hagfelldar.
Upplifun: Það er góð lykt af gróðrinum þessa dagana. Lynglykt og ber. Rakinn á nóttunni losar þessa haustlykt úr læðingi og þetta er góð upplifun á þeim köflum þar sem hjólað er með trjágróðrinum.

No comments:

Post a Comment